Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506608967.16

    Náttúrufræði A
    NÁTT1XA04
    21
    náttúrufræði
    Umhverfismennt, eldgos, jarðskjálftar, orka og virkjanir
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Meginviðfangsefnin eru þrjú talsins: Í fyrsta lagi orka og virkjarnir: Helstu orkugjafar heimsins eru kynntir, fjallað er um virkjanir og græna orku. Farið er í heimsókn í virkjun. Nemendur afla sér upplýsinga um virkjanir á Íslandi og kynna þær fyrir samnemendum sínum. Í öðru lagi jarðskjálftar og eldgos: Fjallað er um lagskiptingu jarðar og flekahreyfingar hennar. Helstu jarðskjálfta- og eldgosasvæði heims eru kynnt, auk þess sem áhersla er lögð á nærumhverfi nemenda. Nemendur afla sér upplýsinga um jarðskjálfta eða eldgos og kynna þær fyrir samnemendum sínum. Í þriðja lagi umhverfismennt: Fjallað er um umhverfið, náttúruvernd, þjóðgarða, líffræðilegan fjölbreytileika og útdauðar tegundir, flokkun og endurvinnslu, fólksfjölgun, mengun og vistspor.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu orkugjöfum heims og sögu og tegundum virkjana á Íslandi
    • lagskiptingu, hreyfingu og flekaskilum jarðar
    • orsökum jarðskjálfta og eldgosa, afleiðingum og viðbrögðum við þeim
    • umhverfismálum, mikilvægi góðrar umgengi og virðingar mannsins fyrir jörðinni
    • umhverfisvernd og ábyrgð neytenda í umhverfismálum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér fjölbreyttra upplýsinga í ýmsum miðlum um jörðina, mannlíf og mannvirki
    • vinna sjálfstætt og með öðrum
    • ræða um afmarkmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
    • koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kunna skil á mismunandi orkugjöfum og áhrifum þeirra á umhverfið
    • kunna skil á helstu jarðskjálfta- og eldgosasvæðum heimsins og þekkja helstu eldfjöll Íslands
    • bregðast rétt við náttúruhamförum
    • sýna ábyrga hegðun gagnvart umhverfi sínu, t.d. með því að vera vistvænn í verki
    • verða meðvitaður um gildi umhverfisverndar og afleiðingar mengunar
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.