Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506609177.57

    Virkur þáttakandi í lýðræðissamfélagi
    FÉLA1VÞ05
    11
    félagsfræði
    einstaklingur og samfélag
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist möguleikum sem bjóðast að loknu námi í framhaldsskóla varðandi frekara nám, störf og tómstundir. Einnig verður fjallað um mismunandi búsetuform og heimilishald. Þá er fjallað um réttindi, ábyrgð og skyldur einstaklinga sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • möguleikum til frekara náms
    • • ferli atvinnuleitar
    • mikilvægi frístundastarfa og félagslegrar virkni
    • mismunandi búsetuformum
    • heimilisrekstri
    • heilsusamlegu líferni
    • því að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita eftir upplýsingum um frekara nám
    • sækja um atvinnu
    • leita eftir upplýsingum um tómstundir
    • leita eftir upplýsingum um opinbera þjónustu
    • sinna heimilishaldi
    • tjá eigin skoðanir og vilja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir því námi sem stendur til boða að loknum framhaldsskóla
    • taka þátt í atvinnulífinu
    • • nýta sér tómstunda- og félagsstörf sem í boði eru
    • gera sér grein fyrir mismunandi búsetuformum
    • leysa af hendi ýmis verk sem tengjast heimilishaldi
    • velja heilbrigðan lífstíl
    • koma skoðunum sínum á framfæri
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá