Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506609552.53

    Félagsfræði – samspil einstaklings og samfélags
    FÉLA1SE05
    10
    félagsfræði
    Samspil einstaklings og samfélags
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist grunneiningum samfélagsins þar sem fjallað er um samspil einstaklings og samfélags. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og geti tekið þátt í umræðum um málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. Sérstök áhersla verður á félagsmótun einstaklingsins almennt, málefni fjölskyldunnar, kynhlutverk og stjórnmál. Einnig verður fjallað um félagsfræðina sem fræðigrein og helstu frumkvöðlar hennar kynntir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum hugtökum félagsfræðinnar
    • tengslum einstaklings og samfélags
    • ólíkum félagsmótunaraðilum
    • mismunandi fjölskyldugerðum
    • hvernig staðalmyndir og fjölmiðlar móta hegðun fólks
    • fordómum og birtingarformum þeirra í samfélaginu
    • stjórnkerfi Íslands
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýnan hátt
    • beita þekkingu sinni til að ræða um félagsfræðileg efni
    • nýta sér miðla til að fylgjast með samfélagslegum málefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um samfélagsleg málefni
    • taka þátt í málefnalegum umræðum um ólíka félagsmótunaraðila
    • skoða eigin félagsmótun
    • þekkja og geta rætt um fordóma sem birtast í samfélaginu
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá