Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506609900.75

    Starfsnám í skóla B
    STAS1XB02
    2
    Starfsnám í skóla
    undirbúningur f. starfsnám
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum eru nemendur undirbúnir undir atvinnuþátttöku. Þeir kynnast fyrirtækjum og stofnunum í nærsamfélaginu svo og mismunandi atvinnutækifærum í víðu samhengi. Þeim verður gerð grein fyrir helstu reglum sem gilda á vinnustöðum, réttindum og skyldum launþega og mikilvægi góðra samskipta. Einnig verður lögð áhersla á hlutverk stéttarfélaga, úrlestur launaseðla og undirbúning fyrir starfsviðtal. Námið fer fram á fjölbreyttan hátt, t.d. með ýmis konar verkefnavinnu, umræðum, vettvangsferðum og gestafyrirlestrum frá fulltrúum atvinnulífsins, verkalýðsfélögum o.fl.
    STAS1XA02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að launakjör eru mismunandi eftir starfshlutfalli og ráðningarsamningum
    • réttindum og skyldum fólks á vinnumarkaði
    • atvinnutækifærum á Íslandi og erlendis
    • tilgangi starfs og mikilvægi þess í tengslum við önnur störf
    • hvaða leiðir hann hefur til að fá það starf sem hann óskar eftir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka atvinnufyrirtæki eftir eðli þeirra
    • þekkja sterkar hliðar sínar í tengslum við starfsval
    • hafa sjálfstraust til að takast á við ný verkefni
    • fylgja reglum á vinnustað, t.d. varðandi hreinlæti og öryggismál
    • vera meðvitaður um eigin réttindi á vinnustað
    • lesa af launaseðli
    • átta sig á orlofsgreiðslum, lífeyrisréttindum og veikindarétti
    • búa til eigin ferilskrá
    • sækja sér upplýsingar frá launþegasamtökum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja mismunandi starfsheiti og hlutverk þeirra
    • gera sér grein fyrir samhengi milli atvinnugreina
    • meta þau atriði sem taka ber tillit til við starfsval
    • gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum á vinnumarkaði
    • nýta sér upplýsingar á launaseðli
    • fara í starfsmannaviðtal
    • taka þátt í atvinnulífinu
    • tilheyra starfsmannahópi
    • velja sér starf við hæfi
    Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt námsmat sem felst í mati á verkefnavinnu, umræðum, virkni í tímum og mætingu.