Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506610177.94

    Upplýsingatækni – samskipti, afþreying og tónlist
    UPPT1SA05
    19
    upplýsingatækni
    afþreying og tónlist, samskipti
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri á ýmis samskiptaforrit, kynnist smáforritum sér til afþreyingar og læri að nýta sér aldursmiðuð smáforrit til að hlusta á tónlist. Nemendur fræðast um örugga netnotkun. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu til að nýta sín eigin snjalltæki.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum samskiptaforritum
    • ýmsum smáforritum til afþreyingar
    • hættum sem leynast á netinu
    • hvernig hægt er að nýta eigin snjalltæki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða helstu samskiptaforrit í jafningjahópi
    • skoða og velja smáforrit til afþreyingar
    • nýta sér netið á öruggan og ábyrgan hátt
    • þekkja möguleika eigin snjalltækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota eigin snjalltæki
    • nýta sér samskiptaforrit
    • nýta sér smáforrit til afþreyingar
    • eiga í viðeigandi og öruggum samskiptum á netinu
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá