Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506610513.72

    náttúruvísindi með áherslu á líf-, efna- og umhverfisfræði
    NÁTT1SB05
    20
    náttúrufræði
    Náttúrufræði á starfsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á nemendur kynnist náttúruvísindum með áherslu á líf-, efna- og umhverfisfræði. Fjallað verður um líkama mannsins og sameiginleg einkenni lífvera þar sem áhersla verður á algengar íslenskar tegundir. Áhersla er lögð á að kynna algeng efnahvörf fyrir nemendum og vinna þeir nokkrar tilraunir í því sambandi. Nemendur kynnast auk þess umhverfismálum og tengingu þeirra við náttúru Íslands, umhverfi sitt og daglegt líf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gerð og starfsemi mannslíkamans
    • flokkun lífvera
    • mismunandi eðli og eiginleikum efna
    • hugtakinu sjálfbærni
    • áhrifum mannsins á umhverfið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja ýmis líffæri
    • skoða og flokka mismunandi lífverur
    • nota smásjár og víðsjár
    • þekkja áhrif einstaklingsins á umhverfi sitt
    • flokka, endurnýta og endurvinna sorp
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja við starfsemi líkamans
    • þekkja mismunandi lífverur í náttúrunni
    • sýna skilning á að aðgerðir hans hafa áhrif á umhverfið
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá