Áfanginn er ætlaður nemendum í upphafi skólagöngu. Leitast er við að styrkja nemandann sem einstakling, námsmann og efla virkni hans í hópnum. Lögð er áhersla á að efla tjáningarhæfni, sjálfstraust og sjálfstæði hans. Unnið er með skólareglur, umgengni og annað sem snýr að veru nemandans í skólanum. Nemendur læra á tölvukerfi skólans og nýta sér tækni sem auðveldar þeim námið, s.s. talgervil og hljóðbækur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skólaumhverfi og skólastarfi
nemendafélagi skólans og starfsemi þess
að í skólanum eru skrifaðar og óskrifaðar reglur sem ber að fylgja
tækni sem auðveldar nám og athafnir daglegs lífs
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota tölvukerfi skólans til upplýsingaöflunar og verkefnaskila
sýna viðeigandi hegðun í mismunandi aðstæðum
nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í skólaumhverfinu
vera ábyrgur nemandi í framhaldsskóla
gera sér grein fyrir viðeigandi hegðun í mismunandi aðstæðum
nýta þá tækni sem auðveldar nám og athafnir daglegs lífs
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá