Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506610892.22

    Lífsleikni A
    LÍFS1XA04
    58
    lífsleikni
    fjölskylda, félagslíf, gildismat og lífsstíll, ég
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á að auka skilning nemenda á sjálfum sér og tilfinningum sínum. Unnið er að því að skoða og styrkja sjálfsmynd nemenda. Fjallað er um fjölskylduna, vini, félagslíf, gildismat og lífsstíl.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjálfum sér og lífshlaupi sínu
    • tilfinningum sínum og mikilvægi þess að vinna úr þeim og tjá þær
    • gildi sterkrar sjálfsmyndar og áhrifum hennar á hann og umhverfi hans
    • tengslum hans við fjölskyldu og vini og mikilvægi þess að rækta vina- og fjölskyldutengsl
    • mikilvægi félagslífs
    • hvers virði gildismat og lífsstíll eru og hvað hefur áhrif á hvort tveggja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða sjálfan sig og lífshlaup sitt
    • tjá tilfinningar sínar
    • vera meðvitaður um sjálfsmynd sína og áhrifaþætti hennar
    • kynnast nýju fólki og vera fær um að rækta vini og fjölskyldu
    • taka þátt í félagslegum samskiptum
    • greina almenna þætti gildismats og vera ábyrgur neytandi
    • afla sér fjölbreyttra upplýsinga og vinna með þær
    • vinna sjálfstætt og með öðrum
    • ræða um afmarkmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
    • koma fram fyrir hóp og kynna áhugamál sitt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um sjálfan sig og verði færari um að taka ábyrgð á eigin lífi
    • styrkja sjálfsmynd sína og taka ábyrga stefnu í lífi sínu
    • eiga góð tengsl við fjölskyldu og vini og vera virkur í félagslegum samskiptum
    • standa með sjálfum sér í ákvörðunum sínum en jafnframt að sýna sveigjanleika
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.