Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506610985.23

    Saga - þjóðfræði, líf íslendinga fyrr og nú
    SAGA1ÞF05
    18
    saga
    saga - þjóðfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist lífi Íslendinga fyrr og nú. Fjallað verður um daglegt líf fólks, heimilishætti, atvinnuhætti, tónlist, siði og venjur. Einnig verður skoðað hvernig samfélagið hefur breyst í tímans rás. Fjölbreyttar nálganir og sköpun verður virkjuð. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að þekkja til sögunnar
    • breytingum sem orðið hafa á lífi fólks á Íslandi
    • merkum tækniframförum
    • tengslum fortíðar og nútíðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna sér söguna
    • tjá skoðanir sínar
    • miðla þekkingu sinni á skipulagðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir sögulegri þróun
    • gera sér grein fyrir lífi fólks fyrr og nú
    • gera sér grein fyrir tæknibreytingum
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá