Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506611052.64

    Landafræði A
    LAND1XA04
    10
    landafræði
    Heimurinn, heimsálfur og lönd
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Lögð er áhersla á að nemendur þekki heiminn, heimsálfurnar og helstu lönd innan þeirra. Nemendur velja sér stað erlendis til að ferðast á og kynna sér sérstaklega s.s. veður- og gróðurfar, tungumál, stjórnarhætti, mannfjölda og sögu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • heimsálfunum og fjölbreyttum löndum heims
    • einkennum nokkurra landa, s.s.tungumál, loftslag og gróðurfar
    • þeim mun sem er á iðnríkjum og þróunarlöndum, bæði hvað varðar atvinnuhætti, siði og menningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna sjálfstætt og með öðrum og koma þekkingu sinni á framfæri
    • afla fjölbreyttra upplýsinga, greina og vinna með þær
    • útbúa ferðaáætlun til fjarlægra landa
    • vinna sjálfstætt og með öðrum
    • ræða um ólíkar þjóðir og lönd af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
    • koma fram fyrir hópinn og kynna verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • staðsetja heimsálfurnar á landakorti og þekkja helstu sérkenni þeirra
    • þekkja helstu lönd og einkenni þeirra
    • lesa landakort og bera saman ólík svæði í heiminum
    • vera fær um að bera saman atvinnuhætti, siði og menningu ólíkra þjóða
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.