Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506611616.0

  Stærðfræði og fjármál C
  STÆR1XC04
  87
  stærðfræði
  stærðfræði með áherslu á fjármál
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn geti nýtt stærðfræðikunnáttu sína til að gera sínar eigin fjárhagsáætlanir. Nemandinn þjálfist meðal annars í að lesa út úr launaseðlum, geri sér grein fyrir kostnaði við rekstur bifreiðar og hvað kostar að lifa (fatnaður, skemmtanir, snyrtivörur o.s.frv). Stefnt er að því að nemandinn átti sig á hvernig skynsamlegt er að haga ákvörðunum í fjármálum. Efnisþættir sem liggja til grundvallar og hversu ítarlega er farið í þá fer eftir forsendum nemandans til náms. Efnisþættirnir eru eftirfarandi: • hugtakið fjármálalæsi og hvers vegna það er mikilvægt • fjárhagsáætlanir þ.e. hvernig er hægt að láta sumarkaupið endast • bókhald og hvernig nemandinn getur nýtt það í eigin þágu • bifreiðakaup og ýmiss kostnaður því samfara • rekstur bifreiðar s.s. eldsneyti, tryggingar, bifreiðagjöld og viðhald • bankaviðskipti t.d. hvað kostar að taka lán, greiðslukort og leiðbeiningar við notkun þeirra, ábyrgðir, vanskil, vanskilaskrá • launaseðlar þ.e. skattur, orlof, vinnutími, ráðstöfunartekjur, launatengd gjöld • kaup á internetinu m.a. skattar og innflutningsgjöld
  STÆR1SB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtakinu fjármálalæsi
  • fjárhagsáætlunum og mikilvægi þess að halda utan um fjármál sín
  • kostnaði vegna bifreiðakaupa
  • kostnaði sem hlýst af rekstri bifreiðar
  • helstu þáttum bankaviðskipta sem snúa að ungmennum
  • að lesa úr launaseðlum
  • hvað felst í kaupum á internetinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • kostnaðarútreikningum vegna bifreiðakaupa
  • útreikningum á rekstri bifreiðar
  • helstu þáttum bankaviðskipta
  • að lesa úr launaseðlum
  • að halda einfalt bókhald fyrir einstakling
  • áætlanagerð um útgjöld
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sjálfstæður í eigin fjármálum og átta sig á að tekjur verði að nægja fyrir útgjöldum
  • meðvitaður um gildi peninga
  • meðvitaður um kostnað sem getur fylgt lántöku og viðskiptum
  Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt mat alla önnina m.a. eru þátttaka í umræðum um stærðfræði og virkni í tímum metin til einkunnar. Stærsti hluti lokaeinkunnar er byggður á verkefnamöppu nemenda