Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506611771.75

  Stærðfræði og fjármál D
  STÆR1XD04
  88
  stærðfræði
  fjármálalæsi, stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn geti nýtt stærðfræðikunnáttu sína til að gera sínar eigin fjárhagsáætlanir. Nemandinn þjálfist meðal annars í að lesa út úr launaseðlum, fylla út og lesa út úr skattaskýrslu, geri sér grein fyrir kostnaði við rekstur bifreiðar og hvað kostar að lifa, þ.e. kostnaður við húsnæði, fatnað, skemmtanir, snyrtivörur o.s.frv. Stefnt er að því að nemandinn átti sig á hvernig skynsamlegt er að haga ákvörðunum í fjármálum. Efnisþættir sem liggja til grundvallar og hversu ítarlega er farið í þá fer eftir forsendum nemandans til náms. Efnisþættirnir eru eftirfarandi: • áætlanagerð um útgjöld þ.e. hvernig er hægt að láta sumarkaupið endast • launaseðlar m.a. skattur, orlof, vinnutími, ráðstöfunartekjur, launatengd gjöld • bifreiðakaup • rekstur bifreiðar þ.e.kostnaður við eldsneyti, tryggingar, bifreiðagjöld og viðhald • bankaviðskipti m.a. hvað kostar að taka lán, greiðslukort og leiðbeiningar um notkun þeirra, ábyrgðir, vanskil, vanskilaskrá • skattaskýrsla, gerð hennar og að kunna að fara inn á sitt svæði hjá RSK • lán hjá öðrum en hefðbundnum bankastofnunum • fjárhagsáætlun bæði fyrir einstakling sem býr í foreldrahúsum og í sjálfstæðri búsetu • fjárhagsbókhald • hvað kostar að leigja og/eða kaupa eigið húsnæði • tryggingar og mikilvægi þess að yfirfara þær reglulega
  STÆR1SC04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • áætlanagerð um útgjöld
  • launaseðlum, geta lesið þá og skilið útreikningana á þeim
  • bifreiðakaupum
  • rekstri bifreiðar
  • bankaviðskiptum
  • skattaskýrslu, gerð hennar og kunna að fara inn á sitt svæði hjá RSK
  • lánum hjá öðrum en hefðbundnum bankastofnunum
  • fjárhagsáætlunum bæði fyrir einstakling sem býr í foreldrahúsum og í sjálfstæðri búsetu
  • einföldu fjárhagsbókhaldi
  • hvað kostar að leigja og/eða kaupa eigið húsnæði
  • tryggingum og því að yfirfara þær reglulega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera fjárhagsáætlun
  • lesa og reikna út úr launaseðlum
  • reikna út kostnað við rekstur bifreiðar
  • lesa út úr skattaskýrslu og fara inn á sitt svæði hjá RSK
  • nota reiknivélar á vef til að sjá út kostnað við lántöku
  • bera saman kosti þess að leigja eða kaupa eigið húsnæði
  • bera saman mismunandi tryggingakosti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta verið sjálfstæður í eigin fjármálum og átta sig á að tekjur verði að nægja fyrir útgjöldum
  • vera meðvitaður um gildi peninga
  • vera meðvitaður um kostnað sem getur fylgt lántöku og viðskiptum
  Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt mat alla önnina m.a. eru þátttaka í umræðum um stærðfræði og virkni í tímum metin til einkunnar. Stærsti hluti lokaeinkunnar er byggður á verkefnamöppu nemenda.