Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506613281.47

    Félagsfræði A
    FÉLA1XA04
    12
    félagsfræði
    Einstaklingurinn í umhverfi sínu, fjölskylda og stjórnmál, menning
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á einstaklinginn í umhverfi sínu, menningu, fjölskylduna og mismunandi sambúðarform. Önnur viðfangsefni áfangans eru stjórnmál, en Alþingi, ríkisstjórn og stjórnsýsla eru kynnt nemendum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigin sjálfsmynd og þörfum samfélagsins, mótunaröflum, gildum, frávikum, stöðu og hlutverkum kynjanna
      - samfélagi sínu nær og fjær, mismunandi menningu á heimilum, milli staða á Íslandi og á milli landa/heimshluta
      - hinum ýmsum kynþáttum, fordómum og staðalmyndum
      - fjölskyldulífi á Íslandi áður fyrr og í nútímanum, samfélagsgerð og atvinnuskiptingu
      - ólíkum sambúðarformum og hjónaböndum í ýmsum myndum, fjármálum, skilnaði, forsjá og réttindum og skyldum barna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja sjálfan sig, hlutverk og þarfir og helstu mótunaröfl
      - þekkja menningarmun milli þjóða, þjóðarbrota og þjóðfélagshópa
      - ræða fordómalaust um kynþætti, trúarbrögð, siði og venjur
      - þekkja framfarir og þróun í íslensku samfélagi, bæði hvað varðar atvinnulíf, samfélagsgerð, fjölskyldu- og sambúðarform
      - afla sér fjölbreyttra upplýsinga, greina og vinna með þær og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
      - vinna sjálfstætt og með öðrum
      - ræða um afmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
      - koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á gagnvirkni samfélags og einstaklings
      - geta valið sér hlutverk í framtíðinni og vera virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi
      - skilja og virða mismunandi þjóðfélagshópa
      - þekkja og virða mismunandi fjölskyldu- og sambúðarform, trúarbrögð, siði og venjur
      - tjá sig fordómalaust um málefnin sem eru til umfjöllunar
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.