Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506614037.66

    Félagsfræði B
    FÉLA1XB04
    13
    félagsfræði
    Staða og hlutverk karla og kvenna í samfélaginu
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á kynjafræði. Staða og hlutverk karla og kvenna í samfélaginu er skoðuð. Fjallað er um stöðu kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins og um kynbundið ofbeldi og klámvæðingu. Einnig er karlmennska, kvenleiki, vændi, mansal, útlitsdýrkun, staðalímyndir, fordómar og mýtur teknar til umfjöllunar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi fyrr og nú
      - réttindum sínum varðandi jafnréttismál og að jafnrétti varði alla
      - ýmsum hugtökum í kynjafræði, s.s. kynjakvóti, mansal og útlitsdýrkun
      - aðstöðu fólks varðandi vændi og mansal
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina samfélagið með kynjagleraugum
      - taka þátt í umræðum um tiltekin efni og koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri
      - líta á veröldina út frá sjónarhorni kyns og kynferðis
      - beita gagnrýninni hugsun
      - afla sér fjölbreyttra upplýsinga, greina og vinna með þær og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
      - vinna sjálfstætt og með öðrum
      - koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um áhrif jafnréttisbaráttunnar fyrr og nú
      - taka þátt í fordómalausri og opinni umræðu um stöðu kynjanna í samfélaginu
      - styrkja sjálfsvitund sína og vera færari um að taka ábyrgð á eigin lífi
      - átta sig á að val þeirra í lífinu hefur áhrif á samfélagið
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.