Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506614607.49

    Mannréttindi - félagsfræði C
    FÉLA1XC04
    14
    félagsfræði
    Fræðsla í þágu mannréttinda
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á mannréttindi og fræðslu í þágu mannréttinda. Nemendur kynnast hugtökum tengdum jafnrétti, kynjafræði, lýðræði, mannréttindum og almennri samfélagsvitund. Helstu forkólfar og samtök mannréttinda eru kynnt, auk helstu baráttudaga sem tileinkaðir eru mannréttindum. Sáttmálar tengdir mannréttindum eru kynntir, s.s. Mannréttindasáttmáli og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað mannréttindi fela í sér og að þau séu leið til að bæta líf þeirra og annarra
      - hugtökum tengdum mannréttindum
      - sáttmálum tengdum mannréttindum og tilurð þeirra
      - helstu forkólfum og samtökum mannréttinda og baráttu þeirra
      -mikilvægi mannréttinda og að þau beri að virða og verja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta á aðra, eiga í skoðanaskiptum og leysa úr vandamálum
      - skoða hluti út frá siðferðislegu sjónarmiði og horfa gagnrýnum augum á ríkjandi ástand
      - skilja hvað mannréttindi fela í sér
      - afla sér fjölbreyttra upplýsinga í ýmsum miðlum og vinna með þær
      - vinna sjálfstætt og með öðrum
      - ræða um afmarkmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
      - koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja og virða mikilvægi mannréttinda
      - leita sér upplýsinga um mannréttindamálefni
      - greina fréttir um mannréttindi og afleiðingar mannréttindabrota
      - kunna skil á helstu sáttmálum, forkólfum og samtökum tengdum mannréttindum
      - vera ábyrgur í gerðum sínum og samskiptum
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.