Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506615080.53

    Lífsleikni B
    LÍFS1XB04
    59
    lífsleikni
    Heilbrigði, samskipti, siðferði og framkoma
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fræðist um og temji sér heilbrigðan lífsstíl. Fjallað er um fíkn og sjálfseyðandi lífsstíl. Unnið er með samskipti, siðferði og siðareglur, tjáningu og framkomu.
    LÍFS1XA04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • heilbrigðum lífsstíl
      - mismunandi tegundum fíknar, áhættuhegðun og afleiðingum þeirra
      - árangursríkum samskiptum og samkennd
      - tjáningu og framkomu sem hæfa aðstæðum hverju sinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • temja sér heilbrigðan lífsstíl og vera agaður í lífi sínu
      - velja og hafna á ábyrgan hátt
      - eiga í samskiptum við samferðamenn sína hverju sinni
      - tjá sig og koma fram í mismunandi aðstæðum
      - afla sér fjölbreyttra upplýsinga og vinna með þær
      - vinna sjálfstætt og með öðrum
      - ræða um afmörkuð viðfangsefni af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
      - koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ástunda heilbrigðan lífsstíl hvað varðar hreyfingu, næringu og hreinlæti
      - hafna áhættusamri hegðun
      - skilja gildi þess að eiga heiðarleg og góð samskipti við samferðafólk sitt
      - tjá sig munnlega eða á annan hátt og standa fyrir máli sínu
      - skilja tilgang þess að tjáning og framkoma hefur áhrif hvar sem er í samfélaginu
    Áfanginn er próflaus. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar.
    Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.