Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506615615.49

    Stærðfræði B
    STÆR1XB05
    86
    stærðfræði
    Stærðfræði daglegs lífs
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þegar þeir hefja áfangann, þannig að þeir nýti sem best kunnáttu sína í hagnýtum tilgangi við störf og daglegt líf, eða sem grunn undir áframhaldandi stærðfræðinám. Unnið er markvisst að eflingu sjálfstrausts nemenda gagnvart stærðfræðinni. Námið er einstaklingsbundið og þar af leiðandi mismunandi námsþættir sem hver og einn nemandi tekur fyrir, allt eftir þeim grunni og þeirri hæfni sem hann býr yfir. Mikið er lagt upp úr virkni í tímum, skipulögðum vinnubrögðum, vandvirkni og góðri mætingu. Efnisþættir sem geta legið til grundvallar eru eftirfarandi:
    - grunnreikniaðgerðirnar fjórar
    - peningaþjálfun
    - klukkuþjálfun
    - tímatal (sek.,mín., klst., dagar, vikur, mán.)
    - notkun vasareiknis
    - mælingar
    - þjálfun í að lesa á verðmiða og gera verðsamanburð
    - lestur úr töflum
    - lestur myndrita
    STÆR1XA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnreikniaðgerðunum fjórum
      - verðgildi og notkun peninga
      - klukku, bæði skífuklukku og tölvuklukku
      - tímatali
      - meðferð vasareiknis
      - mælingum
      - lestri verðmiða og gera verðsamanburð
      - lestri úr töflum og myndritum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að nýta grunnreikniaðferðirnar fjórar við úrlausn verkefna
      - meðferð peninga
      - að lesa á klukku
      - tímatali
      - notkun vasareiknis við úrlausn verkefna
      - mælingum
      - að lesa á verðmiða og gera verðsamanburð
      - að afla upplýsinga úr töflum og myndritum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
      - fylgja fyrirmælum sem gefin eru
      - beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
    Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt mat alla önnina s.s. próf ásamt því sem þátttaka í umræðum um stærðfræði og virkni í tímum eru metin til einkunnar. Þá velja nemendur/kennari ákveðin verkefni sem gilda sem hluti lokaeinkunnar.