Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506616118.65

    Þjálfun og heilsa A
    ÍÞRÓ1XA03
    40
    íþróttir
    Íþróttir og líkamsrækt
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn getur verið verklegur og bóklegur eða eingöngu verklegur, sniðið eftir getu hvers og eins. Í bóklega hlutanum er farið yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þolþjálfun. Farið er yfir mikilvægi vöðvastyrks og liðleika fyrir stoðkerfi líkamans og líkamsbeitingu. Í verklega hlutanum er lögð áhersla á að nemendur finni sér hreyfingu og verkefni við hæfi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hreyfingar fyrir góða heilsu
      - hversu mikilvæg forvörn reglubundin hreyfing er fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
      - mikilvægi þess að hita sig upp fyrir líkamlegt erfiði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita sig upp fyrir mismunandi athafnir
      - nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nemandi geti nýtt sér þekkingu sína til að viðhalda og bæta líkamlega heilsu
    Nemendur skila verkefnum eftir getu og færni hvers og eins. Auk þess er mæting, virkni og frumkvæði í verklegum tímum metið.