Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506675028.99

    Íslenska A
    ÍSLE1XA05
    94
    íslenska
    Lestur, málskilningur og tjáning, orðaforði, ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þegar þeir koma í framhaldsskóla. Nemendur auki orðaforða sinn og málskilning og treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, ritunar og tjáningar.
    Meginhluti áfangans felst í heildstæðri vinnu með lesskilning, orðaforða, málskilning, tjáningu og ritun/stafsetningu. Lesskilningur og ritun eru t.d. unnin út frá þjóðsögum. Unnið er með ljóð með fjölbreyttum hætti, t.d. með texta við vinsæl dægurlög sem hægt er að nálgast á netinu. Nemendum gefst kostur á að lesa bók að eigin vali og gera grein fyrir henni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - mikilvægi lestrar og bókmennta
      - mikilvægi tjáningar og hlustunar
      - ritun og framsetningu texta
      - gildi lestrarkunnáttu
      - mismunandi lestraraðferðum
      - mikilvægi málskilnings og orðaforða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - meðferð máls með auknum orðaforða og málskilningi
      - að lesa mismunandi texta sér til gagns
      - hlustun og úrvinnslu hennar
      - ritun mismunandi texta við sitt hæfi
      - taka saman kynningu á afmörkuðu efni
      - munnlegri og/eða skriflegri tjáningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í ræðu og riti
      - lesa bókmenntaverk og aðra texta sér til gagns og gamans
      - semja stutta texta af ýmsu tagi, sögur og ljóð
      - taka þátt í umræðum og rökræðum
      - hlusta á aðra og tjá eigin skoðanir
    Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt símat alla önnina, m.a. próf úr afmörkuðu efni (bókmenntir) og leiðsagnarmat ásamt því sem þátttaka í samræðum og virkni í tímum verða metin til einkunnar. Nemendur/kennari velja ákveðin verkefni sem gilda til lokaeinkunnar.