Persónuleg þrif, geymsla matvæla, geðheilsa, heimilisþrif, leigusamningar, lífsgæði, lög um fjöleignarhús, tryggingar og brunavarnir, viðhald húseigna, álestur umbúða
Samþykkt af skóla
1
2
Viðfangsefni áfangans skiptist í fjögur þemu. Í fyrsta þemanu er lögð áhersla á persónulegt hreinlæti, viðeigandi og hreinan fatnað og á að þekkja líkama sinn. Unnið er með þætti sem auka færni nemandans í að taka ábyrgð á eigin líkama. Einnig er fjallað um mikilvægi góðra lifnaðarhátta og tengsl þeirra við lífsgæði og geðheilsu.
Í öðru þemanu er áhersla lögð á almenn heimilisþrif, þvott og geymslu matvæla. Unnið með álestur á umbúðir matvæla og hreinsiefna og að lesa á þvottamerkingar. Farið verður í verklegar æfingar þar sem við á.
Í þriðja þemanum er fjallað um ýmsa hagnýta hluti er varða heimilishald, til dæmis viðhald húseigna, rafmagn og brunavarnir, tryggingar og hvert skuli snúa sér þegar eitthvað bjátar á. Í fjórða þemanu er fjallað um sambúð og samskipti við nágranna, réttindi og skyldur þess sem býr í fjölbýli, leigusamninga og húsaleigu- eða vaxtabætur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- persónulegu hreinlæti og mikilvægi þess í daglegu lífi - að viðeigandi klæðnaður er mikilvægur - mikilvægi þess að þekkja líkama sinn - áhrifum lifnaðarhátta á líðan fólks - mikilvægi hreinlætis á heimilum - að nota hreinlætisvörur á réttan hátt - að þekkja þvottamerkingar - að lesa úr geymslumerkingum matvæla - mikilvægi þess að viðhalda húseignum til þess að viðhalda virði þeirra - mikilvægi þess að hafa brunavarnir í lagi - mikilvægi þess að tryggja eignir sínar og þekkja muninn á lögbundnum tryggingum og valfrjálsum - réttindum og skyldum sem felast í sambúð við aðra - leigusamningum - húsaleigu-og vaxtabótum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- þekkja helstu þætti er varða persónuleg þrif - hagræða fötum og velja viðeigandi klæðnað - þekkja eigin líkama og taka mark á skilaboðum frá honum - þekkja hvað eru góðir lifnaðarhættir - lesa úr þvottamerkingum - lesa utan á umbúðir -sinna almennum heimilisþrifum s.s. sópa, skúra, setja í þvottavél, þurrka af o.fl. - slá inn rafmagni - nota brunavarnarteppi og duftslökkvitæki - losa vatnslás - skipta um ljósaperur og velja réttan styrk af þeim - þekkja mikilvægi þess að lofta út úr híbýlum - greina á milli lögbundinna- og valfrjálsra trygginga - lesa leigusamninga - lesa lög um fjöleignarhús
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- viðhafa persónulegt hreinlæti - vita hvaða klæðnaður hentar hverju sinni - gera sér grein fyrir eigin líðan og leita aðstoðar eftir þörfum - ástunda hollt líferni - greina hvenær viðeigandi er að sinna heimilisstörfum - þekkja og geta nýtt sér viðeigandi hreinlætisvörur - lesa á þvottamiða og setja í þvottavél - greina hvenær þarf að sinna viðhaldi híbýla - greina hvenær þörf er á aðstoð við viðhald - nýta sér eldvarnir - vita hvert hægt er að leita ef upp kemur ágreiningur í fjölbýli
Í áfanganum er viðhaft fjölbreytt mat alla önnina. Námsmat getur t.d. byggt á þátttöku í umræðum, virkni í tímum, verkefnaskilum og mætingu.