Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506954513.06

    Enska – ferðalög og viðfangsefni líðandi stundar
    ENSK1FL05
    55
    enska
    Ferðalög og viðfangsefni líðandi stundar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri enskan orðaforða sem tengist fréttum, ferðaþjónustu og ferðalögum s.s. á flugvöllum, hótelum og á veitingastöðum. Nemendur þjálfast í einföldum samræðum, skiltalestri og læra algeng orðasambönd. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði nemenda á ferðalögum erlendis.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að geta bjargað sér á ensku
    • algengum orðum og orðasamböndum
    • skiltum og leiðbeiningum í umhverfinu
    • flugvallarumhverfi
    • ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
    • hagnýtri notkun stafrænna tækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa á helstu skilti sem tengjast ferðaþjónustu
    • nota ensku sér til framdráttar á ferðalögum
    • nýta sér upplýsingar í umhverfinu sem tengjast ferðaþjónustu
    • nota orðaforða sem tengist ferðalögum
    • beita viðeigandi hjálpargögnum við úrvinnslu ýmiskonar verkefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ferðast erlendis
    • sýna sjálfstæði á ferðalögum erlendis
    • lesa í og nýta sér upplýsingar á ferðalögum
    • nýta orðaforðann sem áfanginn byggir á
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá