Markmið áfangans er að nemendur kynnist og vinni með mismunandi málmtegundir og læri að nota viðeigandi verkfæri. Nemendur læra að meðhöndla og beita helstu tækjum sem notuð eru í málmiðnaði, s.s. málbandi, tommustokk og rennimáli. Nemendur temji sér góða umgengni um vinnustað og læri að gæta fyllsta öryggis.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- handverk sem notað er við almennar járnsmíðar - undirstöðuþætti í notkun ýmissa handverkfæra - ýmsar tegundir málma og vinnsluaðferðir málma - hvernig best er að vinna með stál og meðhöndla það og forma - mismunandi suðuaðferðir og valið hvaða suðuaðferð hentar best miðað við aðstæður
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- þekkja mismunandi stáltegundir - stilla straum og vírhraða í venjulegum Mig/Mag vélum - meta bestu suðuaðferðir miðað við efnisþykk og fleira - sjónmeta suður - vinna með almenn verkfæri sem notuð eru við járnsmíðar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- smíða einfalda hluti úr mismunandi málmum - beita einföldum verkfærum og tækjum í málmsmíði - vinna sjálfstætt með einfaldari verkfærum og tækjum og nýta sér þau á réttan hátt - þekkja hvað beri að varast varðandi öryggisþætti
Símat sem byggir á fjölbreyttu námsmati s.s. verkefnavinnu, umgengni og vandvirkni.