Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507044876.58

    Upplýsingatækni
    TÖLN1GR05
    7
    Tölvunotkun
    Grunnáfangi í tölvunotkun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum grunnáfanga í tölvunotkun er farið yfir notkun á Office 365 forritum svo sem töflureiknum, ritvinnslu og PowerPoint. Einnig einföld vefsíðugerð, teiknimyndaforrit (storyboard), hreyfimyndir, hljóðupptökur, kvikmyndaklippingar, notkun snjalltækja og ýmislegt annað tengt almennri tölvunotkun í skóla. Áhersla verður á að efni áfangans komi nemendum að notum í námi sínu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - Nýtingarmögleikum ýmissa forrita
      - Vefsíðum og smáforritum sem nýtast í námi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - Setja upp ritgerðir og verkefni í Word
      - Setja upp gögn á skýran hátt í töflureikni
      - Læra sjálfur á ný forrit
      - Setja upp kynningar með mismunandi forritum
      - Vinna hljóð og mynd sem nýtist við verkefnaskil
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - Sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
      - Bera ábyrgð á eigin námsframvindu
      - Vinna í hópi með aðstoð tölva og netsins
      - Velja forrit sem henta við hvert tækifæri
    Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina.