Í áfanganum eru nokkur helstu hugtök í listum og menningu kynnt með megináherslu á leiklistarsögu.
Einnig er fjallað um mikilvægar persónur leiklistarsögunnar, m.a. Æskýlos, Aristóteles, Shakespeare, Ibsen, Strindberg, Sarah Bernhardt, Elenora Duse, Ellen Terry, Gordon Craig, Maurice Maeterlinck, Oscar Wilde, George Bernard Shaw, Anton Chekhov, Stanislavski, Edmund Rostand, Gilbert og Sullivan, Artaud, Coleridge, Brecht, Laurence Olivier, Samuel Beckett.
Nemendur velja sér viðfangsefni innan lista og menningar og koma efninu á framfæri til annarra nemenda áfangans.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Commedia dellʼarte, helstu persónum kommedíunnar og flokkun þeirra og einkennum - látbragðsleik (míma) á mismunandi tímum mannkynssögunnar - ýmsum leikhópum og einstaklingum - grímu, mímu og Mummenschanz - götumímu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tileinka sér þekkingu á listum og menningu með sjálfstæðum vinnubrögðum - tjá sig um sögu leiklistar á hinum ýmsu tímum og formum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- halda áfram námi á leiklistarsviði og í listum almennt - vinna á sjálfstæðan hátt í sjálfsnámi
Í áfanganum er símat sem byggir á fjölbreyttum verkefnum.