Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507047033.18

    Tölvuleikjaforritun
    TÖLF1AS05
    3
    Tölvunarfræði
    grunnáfangi í forritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verða kennd grunnatriði forritunar og þeim beitt á ýmis verkefni. Áhersla er á verkefnavinnu frekar en fræðilega nálgun. Nemendur búa til einfalda leiki í forritunarumhverfi sem er hannað fyrir byrjendur. Í áfanganum eru einnig kennd grunnatriði forritunar í javascript með aðstoð síðunnar codeacademy.com eða sambærilegs kennsluvefs. Samhliða er unnið í umhverfinu processing (www.processing.org) sem byggir á java forritunarmálinu, eða sambærilegs umhverfis.
    Engar. Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur skólans og er góður undirbúningur fyrir forritun á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkunarmöguleikum ýmissa forritunaráhalda s.s. , Scratch, Codeacademy og Processing, eða sambærilegum kerfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - forrita í Scratch eða sambærilegu
      - forrita í Codeacademy eða sambærilegu
      - vinna í Processing umhverfinu eða sambærilegu umhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - sýna sjálfstæði og frumkvæði í forritun í Scratch, Codeacademy og Processing eða öðrum sambærilegum kerfum
      - bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Áfanginn er próflaus. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á að umsagnir leiði nemandann áfram í náminu.