Farið er yfir nokkur helstu hugtök kvikmyndalistarinnar og þau kynnt. Sýndir eru tækniþættir í kvikmyndum svo sem klipping þar sem fræg dæmi koma fyrir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Almynd, hálfmynd, nærmynd og birtubrigði (chiaroscuro) - Cinema verité (ákveðin tegund heimildamynda) - Djúpfókus, linsutegundir og expressionismi - Hráfilma, sjónarhorn, formalismi og fortíðarsýn (flashback) - Framleiðsla kvikmynda, frásagnakvikmynd og fútúrismi - Gripill (grip), kvikmyndahandrit og hljóðrás - Stærðarhlutföll kvikmyndatjalda og hoppklipp (jump cut) - Höfundakenning (auteur theory) og impressionismi - Keyrslulota, innskotslota, klipping og Kuleshov áhrif - Kvikmyndarými, kvikmyndategund (genre) og kvikmyndaver
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Tjá sig um tæknihugtök í kvikmyndum - Átta sig vel á klippitækni í kvikmyndum - Skilja hin ýmsu tækniorð í kvikmyndafræðum sem oft eru á frönsku
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Útbúa kvikmyndahandrit bæði myndrænt og textalega - Geta skilgreint hina ýmsu tæknilegu þætti kvikmyndar svo sem lýsingu, kvikmyndatöku, leiktækni, hljóðvinnslu og leikstjórn
Í áfanganum er símat sem byggir á prófum og ritunarverkefnum.