Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507115627.06

    Jóga 2
    LÍKA2DJ01
    4
    líkamsrækt
    Jóga 1
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Áfanginn inniheldur eingöngu verklegt nám. Lögð er áhersla á að nemendur byggi ofaná þá þekkingu og reynslu sem þegar er fyrir hendi úr byrjendaáfanga í jóga. Dýpra jóga, kraftmeiri stöður , öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun. Að hann sé gagnlegur og geti nýst nemendum við æfingar síðar á lífsleiðinni.
    LÍKA2DJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi og áhrifum jógaiðkunar á líkamann og eigin líkamsvitund í gegnum grunnstöðurnar í Hatha jóga, og mismunandi útfærslum á þeim.
    • Mikilvægi þess að ná góðri stjórn á andardrætti sínum í gegnum öndunaræfingar í hinum ýmsu slökunaraðferðum og áhrifum hennar hugleiðslu.
    • Mikilvægi þess að róa hugann og því hvað jógaiðkun er góð forvörn fyrir andlega og líkamlega heilsu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að fara í kraftmiklar jógastöður og vinna með þær.
    • Halda stöðum og með aukinni líkamsvitund greina hvernig ákveðnar stöður stuðla að teygjum, slökun og staðbundnu álagi.
    • Losa um spennu og koma á jafnvægi í líkamanum.
    • Viðhalda eðlilegu orkuflæði með því að halda líkamanum slökum og teygjanlegum
    • Ná valdi á huganum, róa hann og kyrra.
    • Framkvæma djúpar öndunaræfingar og finna áhrif þeirra á líkamann.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Framkvæma krefjandi jógaæfingar á réttan hátt og ná sem bestum árangri hverju sinni.
    • Iðka reglulega öndunaræfingar sér til heilsubótar.
    • Þekkja líkama sinn og virða mörk hans líkamlega og andlega.
    • Slaka á líkamanum og róa hugann með mismunandi slökunaraðferðum.
    • Að leysa af hendi verkefni sem snúa að uppbyggingu og skipulagi eigin jógaiðkunar.
    Mæting gildir 70 %. Ástundun og kennaraeinkunn 30 %. Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, áhuga, vinnu og virkni í tímum.