Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507115886.33

    Náms- og starfsfræðsla og stuðningur
    NÁSS1GA05
    5
    Náms- og starfsfræðsla
    námstækni, sjálfsstyrking, starfsfræðsla, stuðningur í námi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfanga er að nemendur efli eigin námshæfni með því að fá þjálfun í að beita fjölbreyttum námstækniaðferðum. Áhersla er lögð á sjálfsþekkingu nemenda og að nemendur öðlist leikni í að beita aðferðum sem gagnast þeim til þess að ná auknum árangri í námi. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstraust nemenda sem námsmanna og vekja áhuga á námi í framhaldsskóla ásamt því að skoðaðir verða ýmsir þættir sem geta haft áhrif á líðan og námsgengi nemenda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - fjölbreyttum námstækniaðferðum sem geta stuðlað að auknum árangri í námi
      - hvernig nýta megi tölvur og tækniforrit sér til stuðnings í námi
      - mikilvægi skipulags- og tímastjórnunar
      - hvernig eigin hugsanir og líðan getur haft áhrif á námsárangur nemenda
      - mikilvægi sjálfsþekkingar og markmiðssetningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - að beita fjölbreyttum námstækniaðferðum
      - að greina eigin hugsanir, líðan og tilfinningar
      - að þekkja eigin styrkleika og veikleika
      - að setja sér markmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - halda utan um og skipuleggja verkefnavinnu og heimanám
      - undirbúa sig undir próf og verkefnavinnu
      - vera meðvitaður um mátt hugsana og leiðrétta hugsanaskekkjur
      - vinna með bæði veikleika og styrkleika til þess að ná auknum árangri
      - setja sér markmið og vinna jafnt og þétt til þess að ná þeim
    Námsmat er fjölbreytt. Nemendur skila verkefnum og halda vangaveltudagbók. Ekki eru próf í áfanganum. Námsmat byggir á hugmyndum leiðsagnarmats. Nemendur fá skriflega umsögn um verkefni sín, en ekki er gefin einkunn í tölustöfum. Lokaeinkunn er staðið/fallið.