Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507115972.52

    Náms- starfsfræðsla og stuðningur
    NÁSS1GB05
    6
    Náms- og starfsfræðsla
    náms- og starfsfræðsla, sjálfsþekking, stuðningur í námi, áhugasvið
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfanga er að nemendur kynnist starfaheiminum og fjölbreytum námsleiðum innan skólakerfisins. Nemendur kynnast kenningu Holland um áhugasvið og velta fyrir sér og rýna í eigið áhugasvið. Út frá áhugasviði hvers og eins skoða nemendur hvaða störf tengjast sviðinu og kynna sér þau nánar. Nemendur kynnast starfsumsóknarferli og æfa sig í að sækja um starf út frá atvinnuauglýsingu. Nemendur búa til ferilskrá og kynningarbréf og þjálfa sig undir atvinnuviðtal.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - mikilvægi þess að tengja áhugasvið við náms- og starfsval
      - fjölbreyttum námstækifærum, innlendis sem og erlendis
      - hvar megi afla upplýsingar um nám og störf, innlendis sem erlendis
      - fjölbreytileika starfaheimsins
      - tengingu skólakerfisins við atvinnulífið
      - starfsumsóknarferlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - að afla sér upplýsinga um nám og störf
      - að greina náms- og starfsmöguleika út frá áhugasviði
      - að útbúa ferilskrá og kynningarbréf og umsóknarferli atvinnutækifæra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - geta aflað sér upplýsingar um námstilboð á öruggan hátt, með tilliti til gæði upplýsinga
      - að tengja saman námsmöguleika við framtíðaratvinnutækifæri
      - átta sig á eigin áhugasviði, náms- og starfsmöguleikum út frá því
      - geta gert áætlun um næstu skref á eigin náms- og starfsferli
      - geta sótt um starf á faglegan máta.