Í áfanganum er lögð áhersla á að efla sjálfsöryggi, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð nemenda. Í þessum áfanga verða unnin fjölbreytt verkefni sem leggja áherslu hina fjóra færniþætti tungumálanáms þ.e. lestur, ritun, hlustun og tjáningu. Skerpt verður á atriðum hæfnimarkmiða við lok grunnskóla.
D á grunnskólaprófi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þeim orðaforða sem er nauðsynlegur til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins - mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem tungumálið er talað sem móður-/fyrsta mál og þekkja samskiptavenjur - grundvallarþáttum málkerfisins - formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um kunnuglegt efni þegar talað er skýrt og áheyrilega - lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita viðeigandi lestraraðferðum eftir þvi hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni - taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi - beita orðaforða á skýran hátt með því að beita málvenjum, framburði, áherslum, og hljómfalli á sem réttastan hátt - skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar - fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál nota upplýsingatækni og hálpargögn í tungumálanámi sínu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt - afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu - tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og draga ályktanir af því sem hann les - lesa sér til ánægju og þroska skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína á honum - takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og halda samtali gangandi - miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum - útskýra og rökstyðja ákvarðanir og fyrirætlanir sem og gera málamiðlanir - miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á - skrifa um atburði, ímyndaða og raunverulega - skrifa samantekt byggða á tilteknu efni, s.s. kvikmynd eða blaðagrein - skrifa um hugðarefni sín og áhugamál