Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507121798.33

    Hagnýt enska I
    ENSK1HA05
    66
    enska
    hagnýtur orðaforði. læsi á flóknari texta.
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga verða unnin fjölbreytt verkefni sem leggja áherslu hina fjóra færniþætti tungumálanáms þ.e. lestur, ritun, hlustun og tjáningu.
    Grunnskólaeinkunn C/C+ eða ENSK1HF05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaruppbyggingu enskumælandi þjóðfélaga
    • ólíkum viðhorfum og gildum í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
    • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega
    • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál við mismunandi aðstæður
    • lesa margs konar tegundir texta
    • taka þátt í einföldum samskiptum á viðeigandi hátt
    • tjá sig um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
    • skrifa margskonar texta, formlega og óformlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál
    • tileinka sér efni ritaðs texta
    • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynntar
    • taka þátt í skoðanaskiptum
    • eiga frumkvæði í samræðum
    • tjá sig á skiljanlegan hátt og beita tungumálinu
    • skrifa læsilega texta um margskonar efni og frá eigin brjósti
    Fjölbreytt námsmat.