Í þessum áfanga verða unnin fjölbreytt verkefni sem leggja áherslu á hina fjóra færniþætti tungumálanáms þ.e. lestur, ritun, hlustun og tjáningu.
B á grunnskólaprófi eða ENSK1HA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem tungumálið er notað sem móðurmál - ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað - orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða - notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega - helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s greinamerkjasetningu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður - lesa margs konar tegundir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er - taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi - tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið - skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni - skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, ef hann þekkir vel til þess - tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt - lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra - lesa á milli línanna - leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður - taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt - eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum - tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulegri nákvæmni við margs konar aðstæður - geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi - skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín - skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig