Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507217175.74

    Yndislestur og ritsmiðja
    ÍSLE3YR05
    52
    íslenska
    Yndislestur og ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfangum er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til ánægju og þroska ásamt þvi að æfast í ritun skapandi verkefna. Tilgangur áfangans er tvíþættur: Annars vegar að nemendur kynnist fjölbreyttu úrvali íslenskra og erlendra ritverka. Hins vegar að nemendur skrifi eigin texta, æfist í yfirlestri eigin verka sem og annarra á gagnrýninn hátt. Nemendur geta valið um að hafa vægi lestrar og ritunar jafnt eða að leggja meiri áherslu á annan þáttinn. Umræður eru mikilvægur þáttur í áfanganum.
    ÍSLE2MG05 Málsaga- og goðafræði eða að hafa lokið íslensku á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi lestrar
    • mismunandi tegundum ritverka og uppbyggingu þeirra
    • einkennum íslensks máls sem nýtast við ritun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina aðalatriði texta og beita bókmenntahugtökum í umfjöllun um ritverk
    • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og túlkun
    • taka þátt í málefnalegum umræðum um bókmenntir
    • taka við gagnrýni á eigin verk og vinna úr henni
    • beita markvissum vinnubrögðum við ferilsritun
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð og menningarlegar vísanir í ritmáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • dýpka skilning sinn á ritverkum
    • auka og bæta málskilning og orðaforða
    • beita málinu á árangursríkan hátt í ræðu og riti
    • efla hæfni sína til skapandi skrifa og öðlast trú á eigin getu
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan grípandi texta og velja ritstíl eftir aðstæðum
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem nemendur fá endurgjöf á það sem vel er gert ásamt ábendingum um það sem betur má fara.