Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507283269.32

    Íslenska - grunnur 1
    ÍSLE1FA05
    111
    íslenska
    Fornám A-hluti
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lagt upp með að nemendahópurinn kynnist vel innbyrðis og öðlist þannig meira sjálfstæði og öryggi í náminu. Einnig er lögð áhersla á að undirbúa nemendur undir frekara nám í íslensku á framhaldsskólastigi. Það er gert með því að fara í undirstöðuatriði ritunar, bókmennta og málnotkunar. Að auki er lögð áhersla á að nemendur styrki grunn sinn í íslensku, öðlist sjálfstæði í ritun og tjáningu og efli ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfum sér, námi sínu og umhverfi. Áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Einnig er lögð áhersla á að efla færni í tjáningu og styrkja jákvætt viðhorf til námsgreinarinnar. Með fjölbreyttri verkefnavinnu öðlast nemendur sjálfstæði í vinnubrögðum og framsetningu verkefna. Námið fer fram með verklegum æfingum, munnlegum og skriflegum, og farið er fram á að nemendur sýni mikla samvinnu, frumkvæði, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð.
    D í grunnskólaeinkunn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Inntaki í völdum bókmennta- og nytjatextum
    • orðaforða umfram það sem gerist í talmáli
    • grunnhugtökum í ritgerðarsmíð
    • inntaki í nokkrum völdum bókmennta- og nytjatextum
    • helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flytja af nokkru öryggi ræður og annað framsagnarefni
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
    • skrifa ýmsar tegundir nytjatexta í samfelldu máli þar sem framsetning er skýr og skipulögð
    • vinna með íslenskt mál á fjölbreyttan hátt
    • vinna skapandi verkefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • halda uppi samræðum
    • rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á ýmsan hátt
    • koma með skapandi lausnir að ólíkum viðfangsefnum
    • beita einföldum blæbrigðum í málnotkun til að forðast einhæfni og endurtekningar
    • túlka og meta persónur og atburðarás í bókmenntum og annars konar frásögnum
    Símat/leiðsagnarmat þar sem byggt er á fjölbreyttu námsmati í tengslum við verkefnavinnu og ferlisvinnu, enn fremur á jafningjamati, smærri prófum og lokaprófi.