Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507283334.17

    Íslenska - grunnur 2
    ÍSLE1FB05
    113
    íslenska
    Fornám B-hluti
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Tilgangur áfangans er að byggja nemendur upp svo þeir verði tilbúnir til að takast á við sjálfstæða vinnu og hafi grunnþekkingu í ýmsum helstu þáttum íslenskunnar s.s. lestri, ritun, málfari og framsögn. Nemendur nálgast viðfangsefnin út frá markmiðum sem þeir þurfa að ná og aðferðum leiðsagnarmats er beitt til að ná þessum markmiðum. Lögð er áhersla á skýra innlögn, skoðanaskipti, hópa- og paravinnu auk sjálfstæðrar vinnu nemanda. Áhersla er einnig lögð á að ná fram jákvæðum viðhorfum nemenda til náms.
    Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa lokið ÍSLE1FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - grundvallaratriðum í ritun, svo sem byggingu málsgreina, markvissum efnisgreinum, helstu greinarmerkjum og þriskiptingu ritunar
      - helstu málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
      - orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
      - mismunandi lestraraðferðum, nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta og helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - nota leiðréttingaforrit og önnur hjálpargögn til að lagfæra eigin texta
      - bæta eigin málfærni og ná fram mismunandi blæbrigðum í tal- og ritmáli
      - draga saman aðalatriði í lesnu efni og efni sem hlustað er á
      - leita upplýsinga úr heimildum og nýta þær á viðurkenndan hátt sér til gagns
      - taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni
      - lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda
      - skilja algengt líkingarmál og orðatiltæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - semja stutta texta af ýmsu tagi með skýru og viðeigandi málfari
      - beita einföldum blæbrigðum í málnotkun til að forðast einhæfni og endurtekningar
      - rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á ýmsan hátt
      - túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum eða annars konar frásögnum
    Leiðsagnarmat sem byggir á fjölbreyttu námsmati þar sem nemandinn lærir að meta eigið nám og finna leiðir með aðstoð kennara og samnemenda til að bæta árangur sinn þar til markmiðum er náð.