Nemendur vinna ýmiss konar verkefni tengd áhugasviði sínu og/eða starfsvali. Jafnframt þjálfast þeir í notkun móðurmálsins.
Ritun: Ýmsar tegundir ritsmíða, svo sem lýsingar, viðtöl, og önnur umfjöllun tengd viðfangsefnum sem nemendur velja sér.
Lestur: Nemendur kynna sér viðfangsefni sín og afla upplýsinga um þau.
Málnotkun: Nemendur þjálfast í að fjalla um og kynna valin viðfangsefni skriflega og munnlega.
Framsögn: Kynningar og greinargerðir tengdar viðfangsefnum nemenda.
C+ í grunnskóla eða ÍSLE1LR05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallaratriðum í ritun, svo sem efnisgreinum, greinarmerkjum og byggingu ritsmíða
muninum á huglægni og hlutlægni
muninum á nokkrum tegundum ritsmíða, svo sem lýsingum, frásögnum og viðtölum, og því helsta sem hver tegund þarf að innihalda
nokkrum helstu hjálpargögnum við vinnslu og frágang texta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lýsa og gera grein fyrir viðfangsefnum sínum á áhugaverðan og skýran hátt
draga saman aðalatriði og gera grein fyrir þeim
afla upplýsinga úr heimildum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta heimildir og upplýsingar og taka afstöðu til þeirra
velja sér viðfangsefni og gera grein fyrir þeim
kynna sér viðfangsefni til hlítar
Fjölbreytt símat í tengslum við verkefni stór og smá, kynningar og lokaverkefni.