Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507626308.55

    Algebra og rúmfræði
    STÆR2AR05
    90
    stærðfræði
    algebra, rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Unnið er með algebru, rúmfræði, forgangsröðun aðgerða, talnameðferð, jöfnur og jöfnuhneppi, jöfnu beinnar línu og hnitakerfi. Enn fremur er unnið með hlutfalla- og prósentureikning, vaxtaútreikning, flutninga og myndrit.
    A / B+ / B í grunnskólaeinkunn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forgangsröð reikniaðgerða
    • einföldun, liðun og þáttun algebrustæða
    • veldareglum
    • veldisrithætti (staðalformi tölu)
    • notkun tákna fyrir breytistærðir
    • jöfnum af fyrsta og öðru stigi og einföldum jöfnuhneppum
    • hlutfallshugtakinu, prósentum og vaxtareikningi
    • frumhugtökum rúmfræðinnar
    • frumsendum um samsíða línur og um einshyrnda þríhyrninga
    • Pyþagorasarreglu og hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningum
    • flatarmálum grunnforma (rétthyrnings, samsíðungs, þríhyrnings , trapisu og hrings)
    • hornum við hring
    • rúmmálum grunnforma (kassa, sívalnings, pýramíða, keilu og kúlu)
    • talnalínunni og tvívíða hnitakerfinu
    • miðpunkti striks og fjarlægð milli tveggja punkta í hnitakerfi
    • gildistöflu og eiginleikum beinnar línu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota reiknireglur til þess að reikna gildi stæða
    • stytta brot og einfalda stæður með veldum og rótum
    • leysa fyrsta stigs jöfnur og jöfnuhneppi
    • setja upp og leysa verkefni er snúa að vaxtareikningi
    • nýta hlutföll einshyrnda þríhyrninga
    • nýta hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum
    • teikna og lýsa eiginleikum lína í hnitakerfi
    • reikna fjarlægðir í hnitakerfi
    • nýta reiknivélar til fulls
    • nýta forritið GeoGebra til að teikna og skýra stærðfræðileg fyrirbæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum til dæmis með því að setja upp jöfnur
    • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga.
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    Nokkrar formlegar kannanir á önn eru grunnur að símati. Lokapróf.