Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507648671.31

    Heimspeki og sköpun
    HELI2HS05
    1
    Heimspeki og listir
    Heimspeki, listir, sköpun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga eru nemendur kynntir fyrir heimspekilegri hugsun með sérstakri áherslu á skapandi hugsun og heimspeki lista. Vinna áfangans fer fyrst og fremst fram í samræðum en jafnframt fá nemendur tækifæri til að tjá hugsun sína með fjölbreytilegum hætti. Nemendur eru kynntir fyrir heimspekilegri hugsun með sérstakri áherslu á skapandi og gagnrýna hugsun og heimspeki lista. Unnið verður með efni úr vestrænni heimspekihefð en jafnframt litið til austurs. Vinna áfangans fer fyrst og fremst fram í samræðum, auk þess að nemendur fá tækifæri til að fást við efni áfangans með aðferðum mynd- og leiklistar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rökum og rökstuðningi
    • rökvillum
    • afstæði og algildi
    • tvíhyggju og efnishyggju
    • kenningum um sjálfið
    • austrænni heimspeki og núvitund
    • kenningum um eðli lista og fegurðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina góð rök í máli fólks
    • ljá hugsun sinni búning
    • vera gagnrýninn í hugsun og tjáningu
    • vera skapandi í hugsun og tjáningu
    • hlusta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hlusta á málflutning og lesa texta og greina hann með gagnrýnum hætti, m.a. með því að finna rökvillur (t.d. auglýsingar)
    • setja hugsun sína fram með skýrum hætti munnlega og skriflega
    • finna skapandi lausnir á vandamálum og setja þær fram með fjölbreytilegum hætti
    • taka þátt og jafnvel leiða samræður um krefjandi spurningar þar sem ekki er um einfalda lausn að ræða
    • beita heimspekilegum hugmyndum í leik og starfi og stuðla að andlegu og félagslegu jafnvægi hjá sjálfum sér og í hóp
    Mat á áfanganum byggir á þátttöku í tímum og fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá hugsun sína í ýmsum miðlum.