Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507649725.16

  Fatasaumur
  FATA2SS05
  None
  fatahönnun
  saumar, snið
  í vinnslu
  2
  5
  Nemendur læra að taka líkamsmál og lesa úr máltöflum. Lögð er áhersla á að þekkja helstu sniðhluta og gera einfaldar sniðbreytingar. Kennt er að leggja rétt á efni og reikna út efnisþörf. Nemendur læra á saumavél og möguleika hennar. Saumaðar eru prufur og einfaldar flíkur. Lögð er megináhersla á að fylgja verkinu eftir frá hugmynd að fullunnu verki og temji sér vönduð vinnubrögð. Vinnumappa er útbúin sem skal innihalda prufur og vinnulýsingar fyrir hvert verkefni.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig líkamsmál eru tekin og borin saman við stærðartöflur
  • hvernig efnisþörf er reiknuð út frá sniðum
  • hvernig sniðhlutar eru lagðir á efni eftir þráðréttu og saumför teiknuð inn á efni
  • saumtækni með prufusaumi t.d. rennilás, hnappagöt og ýmsar gerðir af vösum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
  • geta raðað sniðhlutum á efni eftir þráðréttu
  • teikna saumför, falda og aðrar merkingu á efni áður en klippt er
  • nota saumavélar og þekkja notagildi stillinga, saumavélarfóta og saumavélanála
  • sauma einfaldar flíkur og saumtækniprufur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa úr máltöflum og aðlaga snið að mældum líkamsmálum
  • meta og nýta sér viðeigandi búnað saumavélar eftir efnum og saumtækniaðferðum
  • útskýra vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík
  • meta hvaða textílefni hentar flíkum eftir notagildi
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.