Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507721038.1

    Þjóðhagfræði
    HAGF2ÞJ05
    9
    hagfræði
    þjóðhagfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Skortur, val, fórnarkostnaður, framleiðsla, framleiðsluþættir, eftirspurn, framboð, markaðsjafnvægi, fyrirtæki, hið opinbera, vinnumarkaður, hagkerfi, bankakerfi, ríkisbúskapur, tekjur og gjöld ríkisins. Þjóðarframleiðsla, inn- og útflutningur, verðlagsþróun, vísitölur og verðmyndun framleiðsluþátta. Hagsaga og skilgreiningar á ýmsum hugtökum varðandi hagfræðileg efni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skorti, vali og fórnarkostnaði
    • straumum efnahagslífsins
    • peningakerfi og bankakerfi
    • framleiðslu, framleiðsluþáttum
    • eftirspurn, framboði, markaðsjafnvægi
    • hlutverki heimila, fyrirtækja og hins opinbera
    • starfsemi á vinnumarkaði
    • markaðshagkerfi, blönduðu hagkerfi og miðstýrðu hagkerfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilgreina einkaneyslu og samneyslu
    • greina samhengi skatta og fjármála hins opinbera
    • greina peningamarkað og vaxtamál
    • greina utanríkisviðskipti, gengi og hagvöxt.
    • greina efnahagshringrásina
    • skilgreina þjóðarframleiðslu skv. gögnum um hana, t.d. þjóðhagsreikningum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina ýmis atriði í efnahagslífi þjóðarinnar, vinna ýmis störf sem krefjast hæfni í efnahagsmálum hjá hinu opinbera og fyrirtækjum, fjalla um samsetningu lands- og þjóðarframleiðslu
    • vinna með markaði fyrir vörur almennt og skilja hvernig vinnumarkaður á Íslandi virkar
    • lesa úr gröfum, töflum, greina, túlka og hagnýta hagfræðilegar upplýsingar og nota internetið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga
    Leiðsagnarmat