Áfanginn tekur mið af heimildaöflun og rannsóknarvinnu. Lögð er áhersla á að nemandi samþætti þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér í undangengnum áföngum. Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga og greina, rifja upp efni þeirra og setja það í víðara samhengi en áður hefur verið gert. Hver nemandi vinnur einstaklings heimildaverkefni. Nemendur framkvæma rannsókn í hópavinnu og vinna rannsóknarskýrslu og veggspjald úr rannsókninni. Þeir kynna rannsókn sína fyrir samnemendum með fyrirlestri. Einnig kynna þeir veggspjaldið á ráðstefnu í skólanum. Nemendur velja efnisþætti í samráði við kennara hverju sinni. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda eru höfð í fyrirrúmi með leiðsögn frá kennara.
LÍFF3AT05(ms) eða LÍFF3ÖF05(ms)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sérhæfðum sviðum líffræðinnar
sérhæfðum orðaforða á íslenskri og enskri tungu sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám