Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507885332.62

    Vínfræði matreiðslu
    VÍNM1MV03
    2
    Vínfræði matreiðslu
    Vínfræði matreiðslu
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn inniheldu grunnþekkingu í vínfræði, svo sem söguágrip víngerðar, helstu ræktunarlönd, svæði, og hvaða vínþrúgur eru algengastar í heiminum. Þekkingu í flokkun vína s.s. borðvín, styrkt vín og eimuð vín. Hvaða hitastig er æskilegt við framreiðslu borðvín og styrktar vína. Geymsla vína og hvernig lesa á miða vínflaskna. Komið er inn á þætti sem horft er til við val á víni með mat og á notkun þess við matargerð. Kynnt er hvernig vínseðlar eru byggðir upp
    Hafa lokið matreiðslu af annarri önn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að greina og flokka sögu og grunnþætti víngerðar
    • að greina framleiðsluferli borðvína, styrktra vína, eimaðra vína, bittera og líkjöra
    • hvaða vínum er umhellt
    • lestri miða vínflaskna, gert sér grein fyrir tegund, árgangi, þrúguinnihaldi og hvaðan úr heiminum vínið kemur
    • samhengi í vínnotkun með mat og við matargerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga um vín, aðferðir við víngerð, einkenni, sérstöðu landa og héraða, landfræðilega legu þeirra og mismunandi jarðveg,
    • afla upplýsinga um hin ýmsu vín og ferli sem á sér stað við gerð þeirra
    • lesa vínmiða
    • smakka vín, og þá hverju á að leita eftir ásamt því að skrá upplýsingar og niðurstöður á þar til gerð eyðublöð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um að í víngerð á sé hliðstæða þróunarsögu og matargerð
    • sjá samhengi vín- og matargerðar ýmissa landa, héraða og svæða
    • taka þátt í vínsmökkun og geta metið helstu einkenni vínsins s.s. útliti, lykt og bragði
    • taka þátt í vínsmökkun þar sem vín er parað við mat og eiginleikar þrúgna geta undirstrikað bragðþætti rétta
    • gæta hagkvæmni og hófs við notkun víns í matargerð ásamt að nýta bragðgefandi mýkjandi/meyrnandi eiginleika víns við marineringu og matreiðslu