Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507886982.16

  Þjónað til borðs
  ÞTBF1ÞT05
  1
  Framreiðsla, þjónað til borðs
  Framreiðsla, þjóna til borðs, þjónusta
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er farið í grunnþætti framreiðslustarfsins. Nemendur læra að vinna við móttöku gesta við mismunandi tækifæri. Nemendur fá þjálfun í að stilla upp veitingasal fyrir marskonar samkvæmi. Þeir læra að dúka borð af mismunandi stærðum og vinna með nokkrar tegundir og stærðir dúka og lín af ýmsu tagi. Einnig læra nemendur að vinna með munnþurrkur bæði fyrir hádegsverð og kvölverð. Nemendur fá kennslu og þjálfun í borðlagningu fyrir margvísleg tilefni, vinna með borðbúnað, s.s. diksa, hnífapör, glös og annan búnað er hæfir borðhaldi hverju sinni. Nemendur læra mismunandi borðskreytingar og hvað er við hæfi hverju sinni. Einnig hvað beri að varast varðandi ilm og annað sem fylgir borðskrauti og hreinlæti við vinnu við borðskraut. Nemendur fá þjálfun í framsetningu og framreiðslu á mat eftir viðurkenndum faglegum hefðum. Jafnframt fá nemendur innsýn í vínfræði, hvað ber að hafa í huga við vínframreiðslu og hvaða reglur og siðir gilda við veitingu áfengra og óafengradrykkja. Nemendur fá grunnkennslu í að para saman vín og mat.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • starfi framreiðslumanns, hvar störfin fara fram og hvað kröfur eru gerðar til þeirra er vinna við framreiðslustörf
  • uppröðun í veitingasal fyrir ýmis tækifæri svo sem morgunverð, hádegisverð og kvöldverð
  • hvaða áhöld og tæki eru notuð við störf í framreiðslu og hvernig þau eru notuð
  • kröfum sem gerðar eru varðandi umgengni við gesti og samstarfsfólk vinnustaðarins
  • kröfum sem gerðar eru um hreinlæti bæði persónulegu hreinlæti og að halda vinnustöðvum hreinum
  • grunnþáttum í framreiðslu og mismunandi framreiðsluaðferðum við framsetningu rétta
  • grundvallaratriðum í samskipta og góðrar þjónustu
  • grunnþáttum vínframreiðslu og hvernig á að meðhöndla vín fyrir gesti
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna einföld grunnstörf í framreiðslu og hvar þau fara fram
  • skilja til hvers er ætlast við störf í framreiðslu og margbreytileika þeirra
  • nota hefðbundin áhöld og tæki sem notuð eru við störf í framreiðslu og hvað beri að varast við noktkun þeirra
  • framfylgja persónulegu hreinlæti og hreinlæti á vinnustöð samkvæmt kröfum sem gerðar eru í matvælagreinum, HACCP
  • vinna við framreiðslu við mismunadi tilefni
  • umgangast gesti skv. viðurkenndum vinnureglum og góðum siðum er varða umgengni við gesti og samstarfsfólk
  • vinna við framreiðslu mismunandi rétta á veitingastað með mismunandi framreiðsluaðferðum
  • átta sig á mismunandi þörfum viðskiptavina og hvernig á að bregðast við þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna grunnstörf við framreiðslu og bera fram rétti skv. faglegum hefðum í minni veitingasölum og mötuneytum
  • skilja til hvers er ætlast af störfum við framreiðslu í sal
  • umgangast helstu áhöld og tæki sem tengast vinnu í veitingasal og hvernig beri að nota þau
  • vinna skv.viðurkenndum hreinlætiskröfum sem gerðar eru hverju sinni, HACCP
  • takast á við uppröðun í veitingasal og borðlagningu sem á við hverju sinni
  • temja sér heiðarleg og jákvæð samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk
  • taka réttar ákvarðanir vegna álitamála sem geta komið upp og leysa úr ágreiningi í störfum við framreiðslu
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.