Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507888226.8

    Lífsleikni með áherslu á sjálfræði og virkni
    LÍFS1SV01
    62
    lífsleikni
    sjálfræði og virkni í samfélaginu
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AV
    Í áfanganum er leitast við að styrkja nemandann sem einstakling, námsmann og efla virkni hans í skólasamfélaginu. Lögð er áhersla á að styrkja samkennd nemanda, sjálfstraust og öryggiskennd hans innan og utan skóla. Unnið er með skólareglur, umgengni og námsvenjur. Unnið með mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og eigin líðan og átta sig á réttindum og skyldum. Unnið með það hvað felst í því að verða sjálfráða og virkur og ábyrgur þegn í samfélaginu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar í lýðræðissamfélagi
    • að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
    • mikilvægi þess að axla ábyrgð á sjálfum sér innan og utan skólasamfélagsins
    • fjölbreytileika
    • samræminu á milli réttinda og skyldna
    • eigin tilfinningum og skoðunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun
    • virða skoðanir annarra
    • skilja að öllum rétti fylgja skyldur
    • taka þátt í umræðum
    • láta skoðanir sínar í ljós
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
    • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna
    • taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA