Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507907585.83

  Íslenska með áherslu á sjálfbærni í víðu samhengi
  ÍSLE1AM03
  101
  íslenska
  almenn málnotkun, bókmenntir, ritun
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  AV
  Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem grunnþátturinn sjálfbærni verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Fjölbreytt verkefni verða nýtt í kennslunni. Áhersla er á að námið verði sjálfbært í þeirri merkingu að það eigi eftir að nýtast nemendum í framtíðinni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtakinu sjálfbærni
  • að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
  • fjölbreytileika umhverfisins
  • mikilvægi tjáningar og skynjunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
  • hægt er að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt
  • hægt er að nýta sér reynslu annarra til að takast á við sambærilegar aðstæður
  • tjá sig með fjölbreyttum leiðum
  • taka þátt í umræðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni
  • virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
  • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.