Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1507974275.23

    Íslenska með áherslu á lestur og ritun
    ÍSLE1LR04
    109
    íslenska
    lestur og ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AV
    Unnið er markvisst að lestrarþjálfun og ritun. Nemendur eru þjálfaðir í að rita stuttar og hnitmiðaðar frásagnir um ýmis efni, lesa bækur, tímarit uppflettirit og leita heimilda. Þjálfunin miðast við að nemendur reyni að yfirstíga vanmátt sinn gagnvart lestri og ritun og öðlist trú á eigin getu.
    Nemendur þurfa að ráða yfir einhverri/nokkurri lestrargetu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismun á persónulegum skrifum og heimildaskrifum
    • uppbyggingu texta í frásögnum, sendibréfum og skeytum
    • að það sem skrifað er á netið er erfitt að afturkalla
    • að ábyrgð fylgir því sem maður skrifar og sendir frá sér
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar á ritvellinum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns og leita upplýsinga
    • rita stutta og skýra texta
    • átta sig á að heimildir á netinu eru mis áreiðanlegar
    • nýta sér nýjan orðaforða til ritunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér lestur og ritun í daglegu lífi til gagns og gleði
    • spyrja spurninga og ígrunda mismunandi sjónarmið af víðsýni
    • láta skoðanir sínar í ljós og rökstyðja þær
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.