Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507976885.37

  Enska með áherslu á getu og áhugasvið nemenda
  ENSK2ÁÁ04
  52
  enska
  bókmenntir, færni, lestur, ritun
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  AV
  Meginmarkmið áfangans er að auka grundvallarfærni nemenda í tungumálinu og lögð sérstök áhersla á lestur og skilning. Einnig verður mikil áhersla lögð á námstækni og að nemendur tileinki sér að notast við orðabækur, sér í lagi stafrænar. Unnið er að því að rifja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa þegar og unnið að því að byggja upp orðaforða tengdan áhugamálum og hugsanlegum framtíðar-starfsvettvangi. Notast verður við námsefni úr almennum áföngum í VMA (ENSK2LS05, ENSK2MK05 og ENSK2RM05) eftir getu og áhuga hvers og eins og á þeim hraða er hentar hverjum og einum. Einnig verða notaðar valdar skáldsögur af bókasafni skólans.
  ENSK1UB3, ENSK1HA03 eða ENSK1LO05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu undirstöðuatriðum í enskri málfræði
  • þverfaglegum orðaforða til hagnýtra nota
  • almennum rauntextum og einföldum bókmenntaverkum
  • helstu menningarsvæðum þar sem enska er fyrsta mál
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • byggja upp og bæta orðaforða sinn með ýmsum aðferðum sem hentar hverjum og einum
  • beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun
  • lesa fjölbreyttar gerðir texta
  • að tjá sig um almenn málefni með viðigandi orðalagi, munnlega og skriflega
  • hlusta eftir upplýsingum, bæði í samtali sem og útvarps- eða sjónvarpsefni
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta orðaforða sinn á skýran og skilmerkilegan hátt í tal- og ritmáli
  • tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum
  • beita grundvallaratriðum enskrar málfræði í tal- og ritmáli
  • taka þátt í umræðum
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.