Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507977738.7

  Upplýsingatækni með áherslu á notkun algengra forrita
  UPPT1AF02
  20
  upplýsingatækni
  Algeng forrit, hjálpartæki, samfélagsmiðlar, vefsíður
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  AV
  Áhersla er á upplýsingalæsi í víðu samhengi og nemendur fá að kynnast ýmsum hliðum sem snúa að upplýsingatækni. Farið verður í grunnatriði í tölvumálum, reglur sem gilda í tölvusamskiptum og umgengni við tölvukerfi skólans. Nemendur verða látnir tileinka sér Innu og Moodle jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla verður á að efla færni nemenda í vinnu með ritvinnsluforrit, glæru-/kynningarforrit og reikniforrit. Einnig verða smáforrit sem hægt er að nálgast á netinu skoðuð og nemendur vinna í þeim ýmis verkefni. Farið verður í myndbanda og myndvinnslu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að tölvur eru stór hluti af daglegu lífi okkar
  • mikilvægi þess að fylgja ákveðnum umgengisreglum við tölvunotkun
  • því að vanda tölvusamskipti eins og önnur samskipti
  • mikilvægi þess að kunna að setja upp aðgengilegan texta, skjöl og ýmsar kynningar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að greina á milli þess hversu áreiðanlegar upplýsingar eru á netinu
  • að nýta sér netið á öruggan og ánægjulegan hátt
  • vinna með ýmis tölvuforrit
  • tjá sig á viðeigandi hátt í gegnum tölvusamskipti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram á síðum um örugga netnotkun
  • auka sjálfstraust sitt og trú á eigin tölvulæsi
  • lesa í mismunandi tölvuumhverfi í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
  • lesa í leik- og samskiptareglur
  • senda frá sér vel upp sett skjöl og ritaðan texta á skilmerkilegan og snyrtilegan hátt
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.