Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507978386.95

  Upplýsingatækni með áherslu á samskipti og tómstundir
  UPPT1TU02
  21
  upplýsingatækni
  tómstundir og upplýsingatæni
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  AV
  Í áfanganum kynnast nemendur notkunarmöguleikum tölvunnar/spjaldtölvunnar og fræðast um örugga netnotkun, vírusvarnir og skrifaðar/óskrifaðar reglur á samskiptavefjum/bloggsvæðum. Unnið verður með grunnatriði ritvinnslu. Áhersla verður á ýmis forrit og notkunarmöguleika þeirra. Skoðaðar verða ýmsar samskiptareglur tengdar tölvusamskiptum, jákvæð tölvusamskipti og hvað ber að varast. Nemendur vinna með ljósmyndir, teikningar, form og liti og fá tækifæri til sköpunar með hin ýmsu form tölvutækninnar t.d varðandi afþreyingu.
  UPPT1AF02
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að tölvur eru stór hluti af daglegu lífi okkar
  • mikilvægi þess að fylgja ákveðnum umgengisreglum við tölvunotkun
  • því að vanda tölvusamskipti eins og önnur samskipti
  • mikilvægi þess að kunna að setja upp aðgengilegan texta, skjöl og ýmsar kynningar
  • að sköpunin felst í vinnuferlinu ekki síður en afrakstrinum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að greina á milli þess hversu áreiðanlegar upplýsingar eru á netinu
  • að nýta sér netið/samskiptavefi á öruggan og ánægjulegan hátt
  • vinna með texta sem hann hefur lesið og/eða hlustað á
  • vinna með ýmis tölvuforrit og fara mismunandi leiðir í sköpunarferlinu
  • að átta sig á því að hugmyndir annarra eru oft ólíkar eigin hugmyndum
  • útbúa og nota sitt eigið netfang og tjá sig á viðeigandi hátt í gegnum tölvusamskipti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram á síðum um örugga netnotkun
  • auka sjálfstraust sitt og trú á eigin tölvulæsi
  • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • lesa í mismunandi tölvuumhverfi í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
  • þekkja muninn á því sem er raunverulegt og óraunverulegt
  • lesa í leik-og samskiptareglur
  • senda frá sér vel upp sett skjöl og ritaðan texta á skilmerkilegan og snyrtilegan hátt
  • koma hugmyndum og verkum sínum á framfæri
  • prófa sig áfram með tölvuforritum og vinna að sköpun sinni á fjölbreyttan hátt
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.