Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507991133.49

  Náms og starfsfræðsla með áherslu á starfsgreinar
  STAR1SG01(AV)
  16
  Starfsumhverfi og vinnustaðakynning
  starfsgreinar
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  AV
  Nemendur þjálfast í að taka þátt í atvinnulífinu og fá tækifæri til að fræðast um mismunandi starfsgreinar og störf þeim tengdum. Nemandinn fær tækifæri til að víkka reynsluheim sinn með þvi að upplifa og kynnast margvíslegum störfum. Nemandinn undirbýr og vinnur úr starfsnámi og vettvangsheimsóknum sem hann tekur þátt í.
  Nemendur eiga að vera komnir á 6. - 7. önn og hafa lokið STAR1ST01
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreyttum starfsheitum
  • fjölbreyttum vinnustöðum
  • mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum
  • þeirri færni sem nauðsynleg er í mismunandi störfum
  • í hverju störfin eru fólgin
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengja viðeigandi starfsheiti við vinnustaði
  • taka þátt í umræðum um ákveðin starfsheiti
  • sækja sér upplýsingar um ný og áður óþekkt starfsheiti
  • vinna úr vettvangsheimsóknum með ýmsu móti
  • taka þátt í umræðum tengdum störfum
  • búa til verkefnabók
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem í þeim felast
  • átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun sem liggja að baki ýmsum starfsheitum
  • taka þátt í atvinnulífinu
  • efla áhuga og virkni í vettvangsheimsóknum og í starfsnámi
  • þekkja viðeigandi hegðun í vettvangsheimsóknum og í starfsnámi
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.